Falcao ánægður í Manchester

Radamel Falcao hefur misst töluvert úr í vetur vegna meiðsla.
Radamel Falcao hefur misst töluvert úr í vetur vegna meiðsla. AFP

Radamel Falcao, framherji Manchester United, segist hafa mikinn áhuga á því að vera hjá félaginu til frambúðar en hann er á láni frá franska liðinu Mónakó út þessa leiktíð.

„Ég er mjög ánægður í borginni og hjá félaginu. Mig langar virkilega til þess að vera hér áfram. Ég þarf þó að meta stöðuna út frá því hvort ég muni spila meira og sjá hvað stjórnin vill gera. Allir leikmenn vilja spila og enginn er ánægður þegar hann fær ekki tækifæri. Ég verð tilbúinn þegar liðið þarf á mér að halda. Ég spila ekki margar mínútur í leik í augnablikinu en er viss um að komi til með að fá fleiri tækifæri,“ sagði Falcao við BBC.

Manchester United hefur þegar samið um forkaupsrétt á Falcao að tímabilinu loknu en ef félagið ákveður að nýta sér það þá er verðmiðinn 43,5 milljónir punda.

Falcao er 28 ára gamall og kemur frá Kólumbíu. Hann hefur skorað eitt mark fyrir United í deildinni í vetur en hefur ekki verið í byrjunarliðinu í mörgum leikjum, meðal annars vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert