Origi sagður á leið til Liverpool í janúar

Divock Origi í leik með Lille.
Divock Origi í leik með Lille. AFP

Lánstími belgíska landsliðsmiðsmiðherjans Divock Origi hjá franska liðinu Lille verður styttur og mun hann ganga til liðs við Liverpool í sumar að því fram kemur í frönskum fjölmiðlum í dag.

Liverpool keypti þennan 19 ára gamla framherja í sumar frá Lille fyrir 10 milljónir punda en ákveðið var að lána Lille hann út leiktíðina. Í samningi félaganna var ákvæði að ef Liverpool kallaði hann til baka yrði félagið að greiða 4,7 milljónir punda.

Liverpool hefur átt erfitt með sóknarleik sinn en Daniel Sturridge hefur svo til ekkert spilað vegna meiðsla og ítalski vandræðagemlingurinn Mario Balotelli hefur alls ekki náð sér á strik og hefur ekki skorað eitt einasta mark í deildinni.

Origi vakti verðskuldaða athygli fyrir góða frammistöðu með Belgum á HM í sumar og í kjölfarið keypti Liverpool leikmanninn. Hann hefur hins vegar ekki átt góðu gengi að fagna með Lille á tímabilinu en hann hefur aðeins fjögur mörk og hafa tvö þeirra komið af vítapunktinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert