Sterling valinn gulldrengur ársins

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. AFP

Raheem Sterling, sóknarmaðurinn skæði í liði Liverpoo,l er gulldrengur ársins 2014 en hann var kosinn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu.

Það er ítalska blaðið Tuttosport sem stendur fyrir valinu eins og mörg undanfarin ár en blaðamenn víðs vegar um Evrópu taka þátt í því.

Sterling er aðeins annar breski leikmaðurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu en sá fyrsti var Wayne Rooney sem varð fyrir valinu fyrir tíu árum. Í fyrra var Frakkinn Paul Pogba leikmaður Juventus valinn gulldrengur ársins og Spánverjinn Isco árið þar á undan.

Sterling verður í eldlínunni með Liverpool í dag þegar liðið tekur á móti Arsenal klukkan 16 í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert