Carrick bestur að mati Sir Alex

Michael Carrick.
Michael Carrick. AFP

Sir Alex Ferguson fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United segir að Michael Carrick leikmaður United sé besti enski leikmaðurinn um þessar mundir.

Manchester United hefur unnið sex af sjö leikjum síðan Carrick sneri til baka í liðið eftir ökklameiðsli í síðasta mánuði.

„Ég held að Michael sé besti miðjumaðurinn í enska fótboltanum og ég held að hann sé besti enski leikmaðurinn í boltanum í dag,“ sagði Ferguson í viðtali við BT Sport.

Margir leikmanna United hafa verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni.

„Ég veit ekki hvernig Louis van Gaal geti reiknað með að ná góðum úrslitum með öll þessi meiðsli sem liðið hefur verið að glíma við. Þegar hann fær leikmennina til baka þá sjáið þið United komast á skrið því hann er frábær þjálfari og mun standa sig vel,“ sagði Sir Alex.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert