„Bale fer með rangt mál“

Gareth Bale.
Gareth Bale. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafnar þeirri fullyrðingum Gareth Bale leikmanns heims- og Evrópumeistara Real Madrid að spænska deildin sé sú besta í heimi. Mourinho segir að enska úrvalsdeildin sé sú besta.

Mourinho stýrði liði Real Madrid þrjú tímabil áður en hann sneri aftur til Chelsea árið 2013. Það sama ár yfirgaf Bale Tottenham og samdi við spænska stórliðið.

„Bale segir þetta af því hann spilar hann á Spáni,“ sagði Mourinho við BT Sports. „Ég vann spænsku deildina og tapaði henni líka og ég veit muninn á spænsku deildinni og ensku úrvalsdeildinni. Það vita allir á Spáni að tvö lið eru á meðal þeirra bestu í heimi. Þriðja liðið, Atlético Madrid er líka að standa sig vel og vann deildina á síðustu leiktíð.

Á Spáni er lið að vinna deildina með 100 stig og skora 126 mörk. Það er ekki möguleiki á Englandi. Ef eitthvað lið nær 100 stigum og skorar 126 mörk er það ekki að spila í bestu deildinni. Það getur verið besta liðið en er ekki í sterkustu deildinni,“ segir Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert