Inter á höttunum eftir Lucas

Lucas Leiva í baráttu við Aaron Lennon.
Lucas Leiva í baráttu við Aaron Lennon. AFP

Ítalskir fjölmiðlar greina frá í því dag að Roberto Mancini þjálfari Inter vilji fá brasilíska miðjumanninn Lucas Leiva til liðs við í janúar en Lucas er á mála hjá Liverpool.

Mancini hefur lengi verið aðdáandi Lucas og reyndi að fá hann til Inter þegar hann var við stjórnvölinn hjá félaginu árið 2007 en Brasilíumaðurinn valdi að fara til Liverpool.

Lucas hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool undir stjórn Brandan Rodgers og sjálfur hefur hann látið hafa eftir sér að hann vilji róa á önnur mið. Lucas, sem er 27 ára gamall, er samningsbundinn Liverpool til ársins 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert