Viljum ekki sjá svona á knattspyrnuvellinum (myndskeið)

Roberto Martínez á hliðarlínunni í á St. James's Park í …
Roberto Martínez á hliðarlínunni í á St. James's Park í dag. AFP

Roberto Martínez knattspyrnustjóri Everton var ósáttur með dómarann eftir tap síns liðs, 3:2 gegn Newcastle fyrir norðan en hann telur að Papisse Cisse framherji Newcastle hefði átt að fjúka út af eftir viðskipti hans við Seamus Coleman.

„Það er algjörlega óásættanlegt að sjá slíka háttsemi líðast án refsingar. Þetta var klár olnbogi og við viljum ekki sjá svona á knattspyrnuvellinum. Dómarinn hefði átt að sjá þetta,“ sagði Martínez en eins og sjá má hér að neðan var um afar groddalega tilburði Cisse að ræða.

Everton hefur einungis náð að vinna einn leik af síðustu átta í deildinni og af þeim hefur liðið tapað sex.

„Þetta [leikformið] veldur mér áhyggjum en við höfum verið í vandræðum með meiðsli og bönn og það virðist vera sem svo að allt sem hafi getað farið úrskeiðis í síðustu leikjum hafi gert það,“ sagði Martínez.

Olnbogaskot Cisse:

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is í allan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert