Eiður Smári á Anfield?

Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Bolton,
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Bolton, Ljósmynd/bwfc.co.uk

Nú rétt í þessu var dregið til 4. umferðar í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þar sem flest af stóru liðunum höfðu heppnina með sér.

Arsenal, sem á titil að verja, mætir B-deildarliðinu Brighton á útivelli. Manchester United sækir D-deildarliðið Cambridge heim. Chelsea fær annað hvort Millwall eða Bradford í heimsókn og Manchester City tekur á móti B-deildarlið Middlesbrough.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Sweansea sæka B-deildarlið Blackburn heim og flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen og samherjar hans í Bolton sæki Liverpool heim á Anfield.

Drátturinn lítur þannig út:

Southampton/Ipswich - Crystal Palace
Cambridge - Manchester United
Blackburn - Swansea
Chelsea - Millwall/Bradford
Derby - Scunthorpe/Chesterfield
Preston - Sheff.Utd
Birmingham - WBA
Cardiff - Reading
AFC Wimbledon/Liverpool - Bolton
Aston Villa - Bournemouth
Burnley/Tottenham - Leicester
Brighton - Arsenal
Rochdale - Stoke
Sunderland - Fulham/Wolves
Doncaster/Bristol City - Everton/West Ham
Manchester City - Middlesbrough

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert