Sakho kom West Ham áfram

Mark Noble miðjumaður West Ham á fleygiferð framhjá tveimur leikmönnum …
Mark Noble miðjumaður West Ham á fleygiferð framhjá tveimur leikmönnum Bristol City í leiknum í dag. AFP

West Ham var fyrst af tólf efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu til að komast í 16 liða úrslit bikarkeppninnar með því að sigra C-deildarlið Bristol City, 1:0, á Ashton Gate leikvanginum í Bristol í dag.

Bristol City, sem er í öðru sæti C-deildar, var síst lakari aðilinn lengi  vel. Diafra Sakho kom inná sem varamaður og hleypti lífi í sóknarleik West Ham og hann skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.

Fylgst var með gangi leiksins hér á mbl.is:

90. Leik lokið og West Ham er í 16 liða úrslitum.

81. MARK - 0:1. West Ham er komið yfir. Diafro Sakho skorar með skalla eftir frábæran undirbúning hjá Andy Carroll. Tíunda markið sem Sakho skorar í vetur.

73. Loksins hætta. Diafra Sakho, sem kom inn á sem varamaður hjá West Ham á hörkuskot í þverslána á marki Bristol City.

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Ashton Gate.

45. Hálfleikur og staðan er 0:0. Bristol City var mun sterkari aðilinn fyrstu 25 mínúturnar en West Ham kom meira inn í leikinn eftir það. Frekar dauft annars yfir seinni hlutanum.

25. Bristol City hefur verið sterkari aðilinn til þessa. Eru enn ein óvæntu úrslitin í uppsiglingu?

1. Leikur hafinn.

Bristol City: Fielding, Ayling, Flint, Williams, Little, Freeman, Korey Smith, Saville, Bryan, Emmanuel-Thomas, Matt Smith.
Varamenn: Osborne, Elliott, Wagstaff, Richards, Cunningham, Agard, Pack.

West Ham: Adrian, Jenkinson, Reid, Tomkins, Cresswell, Song, Noble, Downing, Nolan, Valencia, Carroll.
Varamenn: Jarvis, Sakho, Demel, Amalfitano, Jaaskelainen, Poyet, Cole.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert