Stoke í 16 liða úrslitin

Bojan Krikc kom Stoke yfir á 4. mínútu.
Bojan Krikc kom Stoke yfir á 4. mínútu. AFP

Stoke City varð í kvöld sjöunda úrvalsdeildarliðið til að vinna sér sæti í 16 liða úrslitum ensku  bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra C-deildarliðið Rochdale á útivelli, 4:1.

Stoke mætir þar með B-deildarliði Blackburn Rovers en dregið var til 16 liða úrslitanna fyrr í kvöld.

Bojan Krkic, Stephen Ireland og Victor Moses komu Stoke í 3:0 áður en Rhys Bennett minnkaði muninn fyrir heimamenn sem eru í 5. sæti C-deildar. Jon Walters átti svo lokaorðið rétt áður en flautað var af.

90. Leik lokið og Stoke er komið áfram.

90. MARK - 1:4. Það er Jon Walters sem skorar fjórða mark Stoke í blálokin. Alltaf seigur að skora í bikarleikjum.

78. MARK - 1:3. Heimamenn í Rochdale laga stöðuna. Rhys Bennett skorar eftir aukaspyrnu. Verðskuldað að liðið komist á blað því það hefur ekki verið svona mikill munur á liðunum í kvöld þó Stoke hafi klárlega verið betri aðilinn í seinni hálfleik.

61. MARK - 0:3. Stuðningsmenn Rochdale sungu: „Bradford tókst það,“ með tilvísun til þess að Chelsea missti niður tveggja marka forskot gegn Bradford City. En nú hefur Victor Moses skorað þriðja mark Stoke með fallegu skoti. 

52. MARK - 0:2. Stoke bætir við marki, Stephen Ireland með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Victor Moses.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur í Rochdale og staðan er 0:1. Talsverður hiti er í leikmönnum og áhorfendum en Rochdale hefur verið betri aðilinn eftir því sem á hefur liðið. Markaskorarinn Bojan Krkic fór meiddur af velli fyrir hlé.

4. MARK - 0:1. Óskabyrjun Stoke og Bojan Krkic skorar með fallegu skoti af 20 metra færi eftir að varnarmaður Rochdale skallaði frá markinu.

1. Leikur hafinn.

Sigurliðið í þessum leik mætir Blackburn Rovers á útivelli en dregið var til 16-liða úrslitanna fyrr í kvöld.

Rochdale er í 5. sæti C-deildarinnar en Stoke er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar.

Rochdale: Lillis, Rafferty, Eastham, Bennett, Tanser, Dawson, Lancashire, Camps, Vincenti, Done, Henderson.
Varamenn: Andrew, Noble-Lazarus, Diba Musangu, Allen, Rose, Joel Logan, Bunney.

Stoke: Butland, Bardsley, Shawcross, Wollscheid, Wilson, Nzonzi, Whelan, Arnautovic, Bojan, Moses, Walters.
Varamenn: Muniesa, Ireland, Adam, Cameron, Sidwell, Crouch, Sorensen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert