Kári hafði betur gegn Eiði Smára

Kári Árnason stóð vaktina í vörn Rotherham í kvöld.
Kári Árnason stóð vaktina í vörn Rotherham í kvöld. mbl.is/Eggert

Kári Árnason og félagar í Rotherham fögnuðu góðum sigri á Bolton, 4:2, í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Rotherham komst í 3:0 í fyrri hálfleiknum og bætti við fjórða markinu á 56. mínútu. Bolton svaraði með marki á sömu mínútu og minnkaði muninn í 4:2 þegar korter var til leiksloka en komst ekki nær. Kári bjargaði meðal annars meistaralega með tæklingu þegar Darren Pratley komst í dauðafæri skömmu fyrir leikslok.

Kári lék allan leikinn en Eiður Smári Guðjohnsen var í liði Bolton fram á 74. mínútu.

Rotherham er eftir sigurinn með 29 stig í 21. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Bolton er í 16. sæti með 33 stig.

Derby komst að hlið Bournemouth á toppi deildarinnar með því að sigra Blackburn, 2:0, með tveimur mörkum frá Darren Bent. Liðin eru nú með 51 stig hvort á toppnum en Middlesbrough og Ipswich eru með 50 stig og Brentford 49.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert