Costa kærður fyrir traðkið

John Terry klappar Diego Costa á bakið eftir leikinn við …
John Terry klappar Diego Costa á bakið eftir leikinn við Liverpool í gærkvöld. AFP

Diego Costa, framherji Chelsea, hefur verið kærður fyrir ofbeldisfulla hegðun af enska knattspyrnusambandinu vegna atviks í leiknum við Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins í gærkvöld.

Costa traðkaði að því er virtist viljandi á Emre Can úti við hliðarlínu eftir baráttu um boltann í fyrri hálfleik en ekkert var dæmt. Jose Mourinho stjóri Chelsea segir að um óviljaverk hafi verið að ræða en nú er ljóst að málið verður tekið fyrir.

Í yfirlýsingu enska kanttspyrnusambandsins segir að dómarar leiksins hafi ekki séð atvikið en það hafi náðst á myndband.

Costa hefur frest til kl. 18 á morgun til að bregðast við kærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert