Lundúnaslagur á Wembley

Christian Eriksen fagnar síðara marki sínu í kvöld.
Christian Eriksen fagnar síðara marki sínu í kvöld. AFP

Það verður Lundúnaslagur í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar á Wembley þann 1. mars.

Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með því að gera 2:2 jafntefli á útivelli gegn C-deildarliðinu Sheffield United. Christian Eriksen kom Tottenham yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 28. mínútu leiksins. Che Adams kom Sheffield yfir með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili seint í seinni hálfleik en enn og aftur reyndist Daninn Eriksen bjargvættur Tottenham. Hann jafnaði metin á 88. mínútu þegar allt stefndi í framlengingu.

Tottenham mætir Chelsea í úrslitaleiknum en Chelsea sló Liverpool út í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert