„Kominn tími til að endurgjalda traustið“

James Ward-Prowse, til vinstri, í leik með Southampton gegn Everton.
James Ward-Prowse, til vinstri, í leik með Southampton gegn Everton. AFP

James Ward-Prowse leikmaður U21 árs landsliðs Englendinga skrifaði í dag undir nýjan fimm ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Southampton.

„Það eru ekki mörg félög í landinu og í heiminum öllum sem gefa ungum leikmönnum tækifæri að spila í stærstu deild í heimi. Ég er heppinn að hafa fengið tækifæri og nú er tíminn til koma til að endurgjalda það traust sem hefur félagið hefur sýnt mér,“ segir hinn 20 ára gamli James Ward-Prowse á vef félagsins.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert