Chelsea enn með fimm stiga forskot

David Silva og Nemanja Matic eigast við í jafnteflinu í …
David Silva og Nemanja Matic eigast við í jafnteflinu í dag. EPA

Chelsea og Manchester City skildu jöfn, 1:1, þegar liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Loic Remy kom Chelsea yfir tæpum fimm mínútum fyrir leikslok eftir flott spil við Branislav Ivanovic og Edin Hazard, sem sendi frábæra sendingu fyrir markið þar sem Remy kom á ferðinni og kláraði færið.

Einungis örfáum mínútum síðar jafnaði City hins vegar metin og skráist það mark á David Silva. Jesus Navas sendi boltann fyrir markið, Courtois í marki Chelsea fór í skógarferð og Sergio Agüero skaut að marki og í netið fór boltinn eftir viðkomu í Silva. 1:1 í hálfleik.

Nokkuð róaðist yfir leiknum eftir hlé. Þegar stundarfjórðungur var eftir kom Frank Lampard inn sem varamaður hjá City og var það í fyrsta sinn sem hann snýr aftur á sinn gamla heimavöll eftir að hafa yfirgefið Chelsea í sumar. Stuðningsmenn Lundúnaliðsins tóku honum vel, stóðu upp og klöppuðu.

Ekki voru mörkin fleiri, lokatölur 1:1. Chelsea er því enn með fimm stiga forskot á City, hefur 53 stig en meistararnir 48.

Frank Lampard að koma inná.
Frank Lampard að koma inná. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert