Gylfi ætti að ná leiknum gegn Tottenham

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Daley Blind.
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Daley Blind. EPA

Reiknað er með að Gylfi Þór Sigurðsson geti mætt sínum gömlu félögum í Tottenham á White Hart Lane á miðvikudaginn.

Gylfi gat ekki verið með í sigurleiknum gegn Burnley á laugardaginn en Gary Monk, knattspyrnustjóri Swansea, er bjartsýnn á að Gylfi verði klár í slaginn.

„Hann tognaði lítillega þegar nær dró helginni svo í stað þess að taka áhættu með því að láta hann spila á laugardaginn þá fór hann í meðferð. Hann verður mættur á æfingavöllinn á mánudaginn (í dag),“ sagði Monk við velska blaðið South Wales Evening Post.

Gylfi Þór lék tvö tímabil með Tottenham undir stjórn André Villas-Boas. Hann skoraði 13 mörk í 80 leikjum með Lundúnaliðinu áður en hann sneri aftur til Swansea síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert