Kennir nýjum tökkum um ljótan skurð Irelands

Steve Bruce.
Steve Bruce. AFP

Steve Bruce knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Hull City sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann talaði meðal annars um svakalega tæklingu Maynors Figueroa á Stephen Ireland en sá síðarnefndi hlaut risastóran skurð á kálfa eftir tæklinguna.

„Stephen Ireland tæklaði Stephen Meyler hrikalega þegar um 20 mínútur voru búnar af leiknum. Ég hefði líka getað tekið mynd af ökklanum á Figueroa eftir leik, það þurfti að sauma í hann fimm spor en hann hélt áfram,“ sagði Bruce og hélt áfram.

„Það vill enginn sjá skurð eins og þann sem Stephen Ireland fékk en því miður þá gerist þetta í fótbolta. Þetta eru nýjar áskoranir sem við erum að kljást við og þær tengjast þessum nýju takkaskóm og tökkunum á þeim sem eru svo mjóir og beittir sem leiðir til þessara meiðsla,“ sagði Bruce.

„Því miður sparkaði Maynor [Figueroa] boltanum fram og fylgdi honum eftir og lenti þar með á fótlegg Irelands,“ sagði Steve Bruce en myndbandið af tæklingunni sem og skurðinn má sjá hér að neðan.

 Skurðurinn sem Ireland hlaut var svakalegur:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert