Metárangur hjá Gylfa og félögum

Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson EPA

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru komnir með 40 stig í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurinn á Burnley um helgina og er liðið í 8. sæti en það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að það tók aðeins 27 umferðir fyrir Swansea að komast í þessa stöðu í deildinni.

Swansea hefur aldrei áður verið jafnfljótt að komast upp í 40 stig og gerir Gary Monk knattspyrnustjóri félagsins því betur en bæði Michael Laudrup og Brendan Rodgers fyrrverandi knattspyrnustjórar.

Rodgers, sem endaði á því að taka við Liverpool eftir frábæran árangur með lið Swansea, náði 46 stigum á allri leiktíðinni 2012-2012 og Laudrup bætti einu stigi við þá tölu á leiktíðinni 2012-2013.

Á síðasta tímabili þegar Laudrup var látinn fara í febrúar og Monk tók við náði félagið 42 stigum úr 38 umferðum og því stefnir í stórbætingu milli ára.

Það gengur vel hjá Garry Monk.
Það gengur vel hjá Garry Monk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert