Þeir þurfa að finna fyrir pressunni

Tim Sherwood.
Tim Sherwood. AFP

Tim Sherwood knattspyrnustjóri Aston Villa fer óhefðbundnar leiðir til að hvetja sína leikmenn til dáða. Á blaðamannafundi í dag talaði um að leikmennirnir, sem eru í næstneðsta sæti deildarinnar, ættu að finna fyrir mikilli pressu að spila fyrir félag eins og Aston Villa, sérstaklega í ljósi þeirra vandræða sem liðið væri í núna.

Sherwood tók við liðinu seint í febrúarmánuði og hefur stýrt því í tveimur tapleikjum.

„Það á að vera pressa á þeim. Ef þeir finna ekki fyrir henni, að vera í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spila fyrir stórt félag eins og Aston Villa, þá er eitthvað alvarlegt að. Þeir þurfa að finna fyrir pressunni.

Maður reynir eins og maður getur að létta pressunni af en við en við erum í ensku úrvalsdeildinni, við erum í stórri deild, bestu deild í heimi, og þeir spila fyrir stórt félag. Pressan ætti að vera á þeim, ég finn sannarlega fyrir henni,“ sagði Sherwood. 

Aston Villa leikur við West Bromwich Albion á miðvikudag en á fyrir höndum gríðarlega erfiða leiki í apríl þar sem liðið spilar á útivelli gegn báðum Manchester-liðunum og Tottenham. 

Liðið hefur aðeins skorað 13 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og hefur tapað sjö leikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert