Barnabarnið orðið stjórnarformaður Wigan

Dave Whelan kyssir FA-bikarinn sem liðið vann árið 2013.
Dave Whelan kyssir FA-bikarinn sem liðið vann árið 2013. AFP

Dave Whelan hefur stigið úr stóli stjórnarformanns enska knattspyrnuliðsins Wigan en hann sækir arftaka sinn ekki langt þar sem barnabarn Whelans, David Sharpe, tekur við en sá er aðeins 23 ára gamall.

Whelan tók við stjórnarformennsku árið 1995 og fór með félagið úr fjórðu deild upp í úrvalsdeildina sjálfa árið 2005 þar sem liðið spilaði allt til ársins 2013 þegar það féll.

Hinn 78 ára gamli Whelan var úrskurðaður í sex vikna knattspyrnubann og sektaður eftir að hafa orðið uppvís að niðrandi ummælum í garð gyðinga og Kínverja. Whelan baðst síðar afsökunar á atvikinu.

David Whelan og, að því er við komumst næst, David Sharpe til hliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert