Cole kærður fyrir blótsyrðin

Carlton Cole gæti verið í slæmum málum eftir að hafa …
Carlton Cole gæti verið í slæmum málum eftir að hafa svarað fyrir sig á Twitter. AFP

Carlton Cole, framherji West Ham, hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna í garð stuðningsmanns Tottenham á Twitter.

Forsaga málsins er sú að Cole meiddist í 2:2-jafntefli West Ham og Tottenham, en liðsfélagar hans ákváðu að halda áfram að spila í stað þess að sparka boltanum út fyrir hliðarlínu, svo hægt væri að hlú að Cole. Þetta varð til þess að stuðningsmaður Tottenham skaut á framherjann á Twitter:

„Hæ Carlton Cole. Er ekki kominn tími til að segja þetta gott þegar þínir eigin liðsfélagar sparka ekki boltanum út af þó að þú liggir meiddur á vellinum í tvær mínútur,“ skrifaði stuðningsmaðurinn til Cole.

Cole svaraði fyrir sig með blótsyrðum, sagði viðkomandi að fara fjandans til og kallaði hann kuntu. Þeim skilaboðum var eytt skömmu síðar en Cole á engu að síður yfir höfði sér refsingu vegna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert