Johnson leystur úr haldi

Adam Johnson með boltann í leik gegn Tottenham á árinu.
Adam Johnson með boltann í leik gegn Tottenham á árinu. AFP

Adam Johnson, knattspyrnumaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland, hefur verið leystur úr haldi gegn tryggingu en hann var handtekinn á dögunum fyrir það að hafa stundað kynlíf með stúlku undir lögaldri.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla var Johnson handtekinn í glæsihýsi sínu í gær en hann átti sitt fyrsta barn með kærustu sinni í janúar síðastliðnum.

„Sunderland AFC hefur staðfest það að Adam Johnson hefur verið settur í bann hjá félaginu þar til niðurstöður koma úr lögreglurannsókninni. Félagið mun ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Johnson er 27 ára gamall og gekk í raðir Sunderland frá Manchester City árið 2012 fyrir 10 milljónir punda. Hann á að baki 12 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert