Vil ekki of marga leikmenn

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. EPA

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpol segir að liðið sé með talsvert sterkari hóp í dag en þegar hann hóf störf sem knattspyrnustjóri liðsins sem hann segir mikið mun betur mega við skakkaföllum.

„Breiddin í leikmannahópnum hefur verið mikilvæg en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá vil ég ekki of marga leikmenn,“ sagði Rodgers en fjölmargir leikmenn liðsins eru á sjúkralistanum í dag.

Þeir eru Steven Gerrard, Lucas Leiva, Mamadou Sakho, Jose Enrique, Glen Johnson, Jon Flanagan, Brad Jones og Jordon Ibe.

„Þú vilt hafa 16 til 17 leikmenn sem þú getur sett inn á ásamt ungum leikmönnum sem geta spilað líka. Við erum með sex eða sjö leikmenn meidda. Hefði það gerst á þeim tíma sem ég byrjaði hérna þá hefði það haft slæm áhrif á frammistöðu liðsins,“ sagði Rodgers.

„Nú getum við breytt til, sett inn unga leikmenn og hann skilur leikkerfið og hvernig það virkar. Eins og er gengur þetta vel hjá okkur,“ sagði glaður Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert