Fólk efast alltaf um stóru liðin

Ashley Young fagnar marki sínu í kvöld.
Ashley Young fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Ashley Young reyndist hetja Manchester United í kvöld þegar liðið lagði Newcastle, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eftir skelfileg mistök Tims Krul í marki Newcastle skilaði Young boltanum svo að segja í autt markið.

„David de Gea var frábær enn og aftur í markinu í kvöld. Þetta var erfiður sigur, við vissum að við þyrftum þrjú stig og við náðum því. Við heyrðum af úrslitum í öðrum leikjum svo það var enn mikilvægra að ná fram sigri hér. Rooney gerði mjög vel í að halda áfram og boltinn barst að lokum til mín og ég kláraði dæmið,“ sagði Young og var spurður út í þá gagnrýni sem liðið hefur fengið á sig á tímabilinu.

„Fólk mun alltaf efast um stóru liðin í heiminum. Við höldum einbeitingunni að okkur sjálfum, hlustum á þjálfarateymið og stjórann og engan annan,“ sagði Young.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert