Gylfi vill sýna sitt albesta

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld þegar lið hans Swansea sækir Tottenham heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eftir að hafa spilað frábærlega lengst af í vetur hefur Gylfi aðeins getað spilað einn leik síðustu 40 daga, sigurleikinn gegn Man. Utd 21. febrúar, vegna þriggja leikja banns og meiðsla. Garry Monk, stjóri Swansea, vonast eftir að Gylfi komist fljótt á sama flug og fyrr í vetur.

„Gylfi hefur átt erfitt uppdráttar síðasta mánuðinn. Hann hefur átt svo gott tímabil og vill ná sér aftur á sama strik eftir svekkjandi tíma. Hann æfði með okkur í vikunni og við reiknum með honum í leiknum. Hann þarf að komast í gegnum þennan leik og enda tímabilið af krafti,“ sagði Monk í gær.

„Gylfi naut sín vel hjá Tottenham og kom hingað aftur sem betri leikmaður, það er ekki spurning. Stjóri Tottenham vildi breyta til en ég veit ekki hvað honum finnst núna. Ég er viss um að hann [Gylfi] vill sýna sínar bestu hliðar gegn Tottenham,“ sagði Monk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert