„Stjórinn ákveður hvar ég spila“

Wayne Rooney fagnar marki.
Wayne Rooney fagnar marki. AFP

„Það er stjórans að ákveða hvar ég spila. Ég hef sagt það áður og ég virði hans ákvörðun,“ segir Wayne Rooney fyrirliði Manchester United við enska blaðið Manchester Evening News.

Rooney hefur spilað í stöðu framherja í síðustu leikjum og skoraði bæði mörkin í 2:0 sigri gegn Sunderland um síðustu helgi en í mörgum leikjum á tímabilinu hefur honum verið stillt upp á miðjunni í óþökk margra stuðningsmanna liðsins.

Rooney er markahæsti leikmaður United í deildinni með 11 mörk, hefur einu marki meira en Robin van Persie.

„Það vita allir að ég hef spilað mikið á miðjunni á þessu tímabili en það hefur sýnt sig að ég skora líka í þeirri stöðu. Ég hef ekki áhyggjur af þessu,“ segir Rooney sem verður í eldlínunni með United á St.James Park í kvöld þegar liðið sækir Newcastle heim. United vann fyrri leik liðanna á Old Trafford, 3:1, og skoraði Rooney tvö mörk en hann á miðjunni í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert