United ætlar ekki að kaupa Falcao

Radamel Falcao.
Radamel Falcao. EPA

Forráðamenn Manchester United hafa tjáð Monaco að United ætli sér ekki að kaupa kólumbíska framherjann Radamel Falcao í sumar.

Þetta kemur fram í franska íþróttablaðinu L'Equipe en Falcao er í láni hjá Manchester United frá Monaco út leiktíðina.

Falcao hefur engan veginn náð sér á strik í búningi United en hann hefur aðeins náð að skora 4 mörk í 17 deildarleikjum liðsins og hefur verið slakur í mörgum þeirra.

Manchester United hefði þurft að punga út 55 milljónum evra til að fá hann til frambúðar. Sú upphæð jafngildir um 8,3 milljörðum króna. Þá er Kólumbíumaðurinn ekki á neinum sultarlaunum en hann fær 265 þúsund pund, jafngildi 55 milljónir króna, í vikulaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert