Evans neitar en Papiss biðst afsökunar

Evans og Cisse í leiknum í gær.
Evans og Cisse í leiknum í gær. ljósmynd/twitter

Jonny Evans miðvörður Manchester United neitar því að hafa hrækt á Papis Cisse í leik Newcastle og United í gær en Cisse hefur beðist afsökunar fyrir að hrækja á Evans.

„Ég er hneykslaður eftir að hafa séð umfjöllun fjölmiðla um leikinn í gær. Ég vil taka það skýrt fram að ég hrækti ekki á Papiss Cisse. Ég hef aldrei hrækt á neinn um mun aldrei gera það. Það er ekki í mínu fari,“ segir Evans.

Í yfirlýsingu frá Cisse segir meðal annars;

„Stundum er erfitt að bregðast ekki við og sérstaklega í hita augnabliksins. Ég hef alltaf reynt að vera jákvæð fyrirmynd og sérstaklega gagnvart ungum stuðningsmönnum en ég brást þeim í gær. Ég vona að börnin þarna út sem spila með sínum félagsliðum og skólaliðum um helgina muni vita betur en að svara í sömu mynt þegar þau verða reið.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert