Hafa verið lélegir en geta náð Chelsea

James Milner.
James Milner. AFP

Knattspyrnumaðurinn James Milner leikmaður Englandsmeistara Manchester City segir liðið geta unnið þá tíu leiki sem eftir eru í ensku úrvalsdeildinni og varið titilinn.

„Þetta snýst um að endurheimta okkur gamla form eftir slæmt tímabil undanfarið. Við þurfum að vinna í þeim hlutum sem hafa farið úrskeiðis og komast aftur í það leikform sem við vitum að við höfum í okkur og höfum sýnt í 10, 15 eða 20 mínútur í leikjum. Við erum búnir að vera slakir og það er mikilvægt að við sýnum hvað við getum í 95 mínútur en ekki bara í stutta stund,“ sagði Milner.

Miðjumaðurinn telur að City-liðið geti vel unnið þá leiki sem eftir eru og segir söguna sína það, en tímabilið 2011-2012 vann City-liðið upp átta stiga forystu á Manchester United, eftirminnilega.

„Það er einmitt það sem þú þarft að gera til að ná árangri. Við vitum hvað bíður okkar, við þurfum að vinna þá leiki sem eftir eru og við erum meira en reiðubúnir til þess að gera það. Við höfum gert það áður, það er mikilvægt að byggja á sigrinum í gær og horfa fram á við,“ sagði Milner.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert