Herferð gegn kynjamisrétti einblínir á lækni Chelsea

Leikmenn Chelsea.
Leikmenn Chelsea. AFP

Íþróttamálaráðherra Bretlands, Helen Grant, hefur formlega gefið það út að fara eigi í herferð gegn kynjamisrétti í kringum leiki ensku úrvalsdeildarinnar eftir að myndband birtist á vefnum af grófum söngvum stuðningsmanna í garð kvenna á leikjum í deildinni. Eru þau sögð vera frá leikjum Chelsea gegn Manchester City og Manchester United meðal annars.

Í báðum neðanverðum myndskeiðum beindust grófir söngvar stuðningsmanna Manchester og Chelsea gegn lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, en lítil viðbrögð enska knattspyrnusambandsins ollu forgöngumönnum herferðarinnar miklum áhyggjum.

Helen Byrne aðstoðardómari hefur einnig orðið fyrir aðkasti fótboltabullna.

Heather Rabbats, stjórnarmaður hjá enska knattspyrnusambandinu, hefur lýst söngvunum sem hörmulegum.

„Þetta mun ekki viðgangast og við hvetjum fólk eindregið til að láta vita af slíkum atvikum,“ sagði Rabbats.

 Eva Carneiro hefur verið fórnarlamb niðrandi söngva fótboltabullna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert