Hermann tryllti lýðinn í Portsmouth (myndskeið)

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Ómar Óskarsson

Eins og alþjóð veit er fyrrum landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Hermann Hreiðarsson engum líkur en hann var einn af heiðursgestum síns fyrrverandi liðs, D-deildarliðs Portsmouth síðastliðinn laugardag og tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið.

„Þakka ykkur fyrir að bjóða mér, mér líður eins og ég sé að koma aftur heim, ég hef saknað ykkar,“ sagði Hermann áður en hann hóf upp raust sína og söng stuðningsmannalög Portsmouth fyrir framan þúsundir áhorfenda eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Hermann lék með liðinu í úrvalsdeildinni og varð bikarmeistari með liðinu vorið 2008.

Sjón er sögu ríkari:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert