Snupraði stóru liðin

Winston Reid í baráttu við Eden Hazard hjá Chelsea.
Winston Reid í baráttu við Eden Hazard hjá Chelsea. AFP

Nýsjálenski varnarmaðurinn Winston Reid ætlar að halda áfram að spila með West Ham en hann hefur skrifað undir nýjan sex og hálfs árs samning við félagið.

Reid, sem er 26 ára gamall, hefur á undanförnum vikum verið orðaður við Arsenal, Manchester United og Tottenham en hann ákvað að halda kyrru fyrir hjá Hammers en samningur hans við félagið átti að renna út í sumar.

„Þetta er eitt af því sem tekur sinn tíma en við náðum saman á endanum,“ segir Reid sem hefur átt góðu gengi að fagna með Lundúnaliðinu. Hann kom til West Ham frá danska liðinu Midtjylland árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert