Sturridge aftur á sjúkralistann

Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. AFP

Daniel Sturridge framherji Liverpool er enn á ný orðinn meiddur og er búið að senda kappann heim frá æfingabúðum enska landsliðsins þar sem það undirbýr sig fyrir leik gegn Litháen í undankeppni EM. Þetta kemur fram í frétt enska blaðsins The Mirror í kvöld.

Sturridge meiddist á mjöðm í tapi Liverpool gegn Manchester United en við nánari skoðun virðast meiðsli kappans hafa verið verri en fyrst var haldið. Talið er að hann verði frá í fjórar vikur og mun hann því meðal annars misa af leik Liverpool við Arsenal.

Sturridge hefur nú þegar misst a fimm mánuðum á þessu tímabili en hann meiddist fyrst í landsleikjahléi í ágúst á mjöðm og svo á kálfa í september.

„Ég er örlítið vonsvikinn fyrir hönd Daniels Sturridge, af því að þegar hann kom til okkar þá hélt ekki að þetta litla sem hann fann fyrir væri í raun og veru vandamál,“ sagði Roy Hodgson landsliðsþjálfari Englandi.

„Þegar við settum hann í skannann kom í vandamál í ljós og hann var algjörlega eyðilagður af því að hann vildi ekki yfirgefa okkur. Það var ekki um neitt annað að ræða þar sem að hann var með smá rifu sem þú getur ekki spilað með,“ sagði Hodgson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert