Kane skoraði í fyrsta landsleiknum

Harry Kane fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu í kvöld.
Harry Kane fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu í kvöld. AFP

Harry Kane, framherji Tottenham, skoraði eitt marka Englendinga í kvöld þegar England vann Litháen örugglega 4:0 í undankeppni EM.

Wayne Rooney, Danny Welbeck og Raheem Sterling skoruðu einnig. Kane kom inn á sem varamaður og skoraði í sínum fyrsta landsleik. 

Leikið var í þremur riðlum í kvöld en þó ekki í riðli okkar Íslendinga. Svíar unnu útisigur í Moldavíu 2:0 og sá Zlatan Ibrahimovic um að skora mörkin. 

Ríkjandi meistarar Spánverjar unnu Úkraínumenn 1:0 með marki frá Alvaro Morata.

Úrslit kvöldsins í undankeppni EM:

C-RIÐILL:
Makedónía – Hvíta-Rússland 1:2
Slóvakía – Lúxemborg 3:0
Spánn – Úkraína 1:0

E-RIÐILL:
England – Litháen4:0
Slóvenía – San Marínó 6:0
Sviss – Eistland 3:0

G-RIÐILL:
Liechtenstein – Austurríki 0:5
Moldóva – Svíþjóð 0:2
Svartfjallaland – Rússland (Aflýst vegna slagsmála)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert