Townsend sendi Merson tóninn

Andros Townsend fagnar markinu í Tórínó.
Andros Townsend fagnar markinu í Tórínó. AFP

Andros Townsend skoraði glæsilegt mark fyrir enska landsliðið í knattspyrnu í gærkvöld þegar það gerði jafntefli, 1:1, við Ítali í vináttulandsleik sem fram fór í Tórínó.

Tottenham-maðurinn svaraði þar  fyrir talsverða gagnrýni sem hann hefur mátt þola undanfarnar vikur. Einn þeirra sem hafa gagnrýnt Townsend er Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, sem sagði við Sky Sports fyrr í vikunni að hann teldi að Townsend ætti ekki skilið sæti í liðinu.

Eftir leikinn í gær sendi Townsend skýr skilaboð á Twitter og beindi þeim til Mersons: „Ekki slæmt hjá leikmanni sem ætti "ekki að vera í námunda við liðið."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert