Sánchez skaut Arsenal í úrslit eftir framlengingu

Leikmenn Arsenal fagna markinu hjá Alexis Sánchez.
Leikmenn Arsenal fagna markinu hjá Alexis Sánchez. AFP

Það þurfti framlengingu til að útkljá slag Arsenal gegn Reading í undanúrslitum enska bikarsins sem fóru fram á Wembley í Lundúnum í dag. Lokatölur urðu 2:1 þar sem Sílemaðurinn Alexis Sánchez skoraði bæði mörk Skyttanna.

Fylgst var með með gangi mála í ENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Arsenal komst yfir á 40. mínútu með góðu marki frá Sánchez sem fór illa með varnarmenn Reading og skoraði gott mark, 1:0.

Reading-menn spiluðu afar vel á köflum í leiknum en þeir jöfnuðu metið þegar fátt benti til þess að þeir myndu skora en Gareth McCleary jafnaði metin á 54. mínútu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar þar sem Sánchez var hetjan en slakt skot hans lak yfir marklínuna eftir skelfileg mistök Adams, Federici, markvarðar Reading sem annars stóð sig afar vel í leiknum og varði eins og berserkur.

Reading-menn höfðu ekki kraftinn í það að jafna leikinn og því verða það Skytturnar í Arsenal sem leika til úrslita um enska bikarinn.

Það kemur í ljós á morgun hvort það verður Aston Villa eða Liverpool sem mætir þeim í úrslitaleiknum.

Mistökin hjá Federici:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert