Chelsea með níu fingur á bikarnum

Eden Hazard og Didier Droba fagna marki þess fyrrnefnda.
Eden Hazard og Didier Droba fagna marki þess fyrrnefnda. AFP

Chelsea hafði betur gegn Manchester United í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en eina mark leiksins skoraði Belginn Eden Hazard í fyrri hálfleik. Eftir sigurinn er Chelsea í afar góðri stöðu á toppi deildarinnar með 10 stiga forskot á Arsenal í 2. sætinu þegar sex leikir eru eftir.

Eden Hazard skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu þegar eftir frábæran undirbúning frá Oscar sem sendi boltann afar smekklega með  hælsendingu á Belgann sem gerði allt rétt í afgreiðslunni.

United fékk nokkur færi í leiknum en kom ekki knettinum í netið, lokatölur 1:0 og Chelsea-menn fögnuðu gríðarlega í leikslok vitandi það að þeir hafa 10 stiga forskot á Arsenal í 2. sætinu með níu fingur á Englandsmeistaratitilinum.

Leikur Arsenal og Reading í undanúrslitum enska bikarsins er kominn í framlengingu og er fylgst með honum í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI á mbl.is.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

0:2 C. Palace - W.B.A.
2:0 Leicester - Sw­an­sea
1:0 Evert­on - Burnley
2:1 Stoke - Sout­hampt­on
1:0 Chelsea - Manchester United

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI á mbl.is þar sem alls kyns fróðlegir molar af samskiptamiðlinum Twitter ásamt úrslitum, markaskorurum og myndum birtast.

Radamel Falcao er í byrjunarliði Manchester United í dag.
Radamel Falcao er í byrjunarliði Manchester United í dag. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert