Leicester úr botnsæti með sigri á Gylfa

Leonardo Ulloa fagnar.
Leonardo Ulloa fagnar. AFP

Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea biðu lægri hlut fyrir botnliði Leicester 2:0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þeir hefðu líklega ekki getað lent á móti Refunum á verri tíma en sigurinn var sá þriðji í röð hjá bláklæddum lærisveinum Nigels Pearson sem með sigrinum fóru upp úr botnsæti deildarinnar.

Fylgst var með gangi mála í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Leicester byrjaði leikinn af krafti og uppskar mark á 15. mínútu þegar að José Ulloa skoraði. Gylfi og félagar áttu góða spretti í leiknum og íslenski landsliðsmaðurinn var sprækur. Þeir náðu hins vegar ekki að koma knettinum í netið en Daninn Kasper Schmeichel átti góðan leik í marki Leicester.

Það var svo Andy King sem gulltryggði sigurinn fyrir Leicester með marki á 90.mínútu.

Þá vann Everton sigur á Burnley eftir mark frá Kevin Mirallas en Ross Barkley klúðraði á undan því vítaspyrnu. Hin eitilharði Ashley Barnes í liði Burnley fékk rautt spjald rétt fyrir hálfleik.

Úrslit dagsins:

0:2 C. Palace - W.B.A.
2:0 Leicester - Sw­an­sea
1:0 Evert­on - Burnley
2:1 Stoke - Sout­hampt­on

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert