Sigurmark Eiðs Smára gegn United (myndband)

Eiður Smári að skora framhjá Tim Howard.
Eiður Smári að skora framhjá Tim Howard. Reuters

Chelsea og Manchester United eigast við í sannkölluðum risaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag en þau mætast á Stamford Bridge í Lundúnum klukkan 16.30.

Fyrsti leikurinn sem José Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea stýrði Lundúnaliðinu í var einmitt á sama stað á móti Manchester United í ágústmánuði 2004.

Þeim leik lauk með 1:0 sigri Chelsea og þar var enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sigurmark leiksins. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá sigurmark Eiðs og fleiri glefsur úr leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert