Villa-menn lögðu Liverpool

Leikmenn Aston Villa fagna sigurmarkinu hjá Fabian Delph.
Leikmenn Aston Villa fagna sigurmarkinu hjá Fabian Delph. AFP

Aston Villa hafði betur gegn Liverpool í undanúrslitum enska bikarsins í dag en lokatölur urðu 2:1 fyrir Villa-menn sem spiluðu vel í leiknum. Þeir mæta Arsenal í úrslitaleiknum þann 30. maí næstkomandi.

Phillippe Coutinho kom Liverpool á bragðið á 31. mínútu en hinn ógnarsterki Christian Benteke jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar.

Það var svo Fabian Delph sem skoraði sigurmark leiksins eftir góða sókn Villa-liðsins, 2:1 lokatölur.

Steven Gerrard spilaði allan leikinn fyrir Liverpool en náði ekki að setja mark sitt á leikinn en um fyrsta leik hans var að ræða frá því að hann fékk rauða spjaldið fræga gegn Manchester United í síðasta mánuði.

Fylgst var með gangi mála í leiknum í ENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren, Moreno, Allen, Henderson, Gerrard, Markovic, Coutinho, Sterling.
Bekkur: Jones, Johnson, Toure, Lambert, Manquillo, Borini, Balotelli.

Aston Villa: Given, Bacuna, Baker, Vlaar, Richardson, Westwood, Delph (c), Cleverley, Grealish, N’Zogbia, Benteke.
Bekkur: Guzan, Okore, Sinclair, Weimann, Cole, Lowton, Gil.

Ron Vlaar í baráttunni við Mario Balotelli.
Ron Vlaar í baráttunni við Mario Balotelli. AFP
Emre Can í baráttu við Christian Benteke.
Emre Can í baráttu við Christian Benteke. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert