Markalaust í stórleiknum

Mesut Özil og Eden Hazard í baráttunni á Emirates-vellinum í …
Mesut Özil og Eden Hazard í baráttunni á Emirates-vellinum í Lundúnum í dag. AFP

Arsenal og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bæði lið vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Í þeim síðari komst Mesut Özil næst því að skora en hann hitti ekki boltann í dauðafæri á lokamínútum leiksins.

Chelsea er sem fyrr í 1. sæti deildarinnar með 77 stig en Arsenal er í því þriðja, tíu stigum á eftir þeim bláklæddu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrj­un­arlið Arsenal: Ospina; Bell­er­in, Mertesacker, Koscielny, Mon­real, Coqu­el­in, Cazorla, Rams­ey, Ozil, Al­ex­is, Giroud.

Byrj­un­arlið Chel­sea: Courtois; Ivanovic, Ca­hill, Terry, Azpilicu­eta, Matic, Fabregas, Ramires, Oscar, Willi­an, Haz­ard.

94. Staðan er 0:0. Leik lokið.

79. Staðan er 0:0. Tekst öðru hvor liðinu að lauma inn marki? Rúmar tíu mínútur eftir.

69. Staðan er 0:0. Mertesecker fær boltann í teignum eftir að Curtois mistekt að slá fyrirgjöf Arsenal úr teignum. Mertesecker hittir boltann illa og boltinn fer út af.

67. Staðan er 0:0. Arsenal að komast aftur inn í leikinn. Hafa skapað nokkur hálffæri á síðustu mínútum.

63. Staðan er 0:0. Chelsea er meira með boltann en það er afskaplega lítið að frétta.

47. Staðan er 0:0. Didier Drogba er kominn inn á fyrir Oscar.

46. Staðan er 0:0. Seinni hálfleikur hafinn.

45. Staðan er 0:0. Hálfleikur. Fínn fótboltaleikur. Mörkin hljóta að koma í síðari hálfleik.

37. Staðan er 0:0. Chelsea í dauðafæri! Ramires fær hárfína sendingu inn fyrir vörnina frá Willian er fer illa að ráði sínu.

33. Staðan er 0:0. Arsenal vill fá vítaspyrnu og hafa nokkuð til síns máls. Cahill fær boltann augljóslega í höndina.

30. Staðan er 0:0. Lítið um opin færi. Chelsea-menn beina Arsenal-mönnum upp vængina og neyða þá til þess að gefa boltann fyrir. Þá bolta eiga varnarrisar Chelsea ekki í vandræðum með. 

15. Staðan er 0:0. Arsenal bjargar á ögurstundu! Oscar kemst einn í gegn eftir langa sendingu, vippar boltanum yfir Ospina en Arsenal nær að bjarga í horn þegar boltinn er á leið í markið. Ospina keyrði hranalega inn í Oscar og hefðu gestirnir mátt fá vítaspyrnu þarna.

11. Staðan er 0:0. Arsenal léttleikandi og stýra spilinu meðan gestirnir verjast fimlega.

8. Staðan er 0:0. Lítið um færi í upphafi leiks en mikil barátta. Ivanovic var heppinn að sleppa við gult spjald rétt í þessu.

1. Staðan er 0:0. Leikurinn hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert