„Var mjög vonsvikinn í hálfleik“

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United var að vonum daufur í dálkinn eftir 3:0 ósigur sinna manna gegn Everton á Goodison Park í dag.

„Everton spilaði af meiri árásargirni, hvatningu og sannfæringu heldur en við og þetta er í fyrsta sinn sem ég sé svona á þessu ári. Ég var mjög vonsvikinn í hálfleik. Everton-liðið varðist vel og beitti skyndisóknum sem er alltaf erfitt að ráða við.

Ég held að þetta sé svona heilt yfir lélegasti leikur liðsins undir minni stjórn,“ sagði Van Gaal en United er nú í fjórða sæti deildarinnar eftir að hafa komist upp í annað sætið um tíma.

Chelsea er með 77 stig í efsta sæti, Manchester City og Arsenal eru með 67 og Manchester United 65 en Arsenal og Chelsea hafa leikið einum leik færra.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert