Allardyce verður í sumarfríi á Spáni er örlög hans ráðast

Sam Allardyce, stjóri West Ham.
Sam Allardyce, stjóri West Ham. AFP

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham United á Englandi, verður ekki viðstaddur er framtíð hans verður rædd á stjórnarfundi félagsins á mánudaginn, en hann verður á Spáni ásamt barnabörnunum.

Telegraph greindi frá því á dögunum að David Sullivan og David Gold, eigendur West Ham, ætluðu sér ásamt Karren Brady, varaforseta félagsins, að funda á mánudag og ræða framtíð Allardyce.

Samningur hans rennur út í sumar, en ensku blöðin greina frá því að West Ham komi ekki til með að framlengja samning hans.

Liðið er í 11. sæti deildarinnar með 47 stig, en liðið á möguleika á að ná tíunda sætinu fari svo að Everton tapi stigum. West Ham hafnaði í 13. sæti deildarinnar í fyrra þar sem liðið var með 40 stig.

„Framtíð mín verður ákveðin á einn hátt eða annan á mánudag. Ég er að fara til Spánar ásamt barnabörnum mínum, en umboðsmaður minn verður í London og getur því rætt við eigendur félagsins. Þetta verður þeirra ákvörðun,“ sagði Allardyce.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert