Held að de Gea verði um kyrrt

Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Louis van Gaal, stjóri Manchester United. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, telur að David de Gea, markvörður liðsins, verði áfram hjá liðinu.

De Gea hefur verið frábær í liði Manchester United á þessari leiktíð, en hann var valinn besti leikmaður tímabilsins á uppskeruhátíð félagsins á dögunum.

Hann hefur verið orðaður við stórlið Real Madrid undanfarnar vikur, en það virðast vera meiri líkur en minni á að hann yfirgef United. Van Gaal er þó vongóður um að de Gea spili með liðinu á næstu leiktíð.

„Ég trúi því að David de Gea spili hér á næstu leiktíð,“ sagði Van Gaal á blaðamannafundi í dag.

De Gea fór meiddur af velli í síðasta leik liðsins og kom landi hans, Victor Valdés, inná í hans stað, en þetta var fyrsti leikur Valdés í treyju Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert