Van Gaal vill fá Benzema

Karim Benzema.
Karim Benzema. AFP

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, beinir nú sjónum sínum að franska framherjanum Karim Benzema hjá Real Madrid sem sagður er kosta um 40 milljónir punda, um 8,4 milljarða króna.

Þetta fullyrðir breska blaðið The Guardian í dag. Í frétt blaðsins segir að United komi til með að þurfa að berjast við Arsenal um Benzema sem skoraði 22 mörk í 46 leikjum á síðustu leiktíð fyrir Real. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við Real síðasta sumar en þá var Carlo Ancelotti enn stjóri liðsins.

Markvörðurinn David de Gea, sem hefur verið sterklega orðaður við Real, gæti átt eftir að vera notaður sem hluti af kaupverðinu samkvæmt Guardian.

Van Gaal er sagður staðráðinn í að fá öflugan markaskorara í ljósi þess að Wayne Rooney, Robin van Persie, Falcao og James Wilson hafi samtals skorað 26 mörk í deildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert