Mourinho með nýjan samning

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea er búinn að skrifa undir nýjan fjögurr ára samning við félagið.

Mourinho er nú samningsbundinn Lundúnaliðinu til ársins 2019 í það minnsta. Hann stýrði liðinu frá 2004 til 2007 og sneri svo aftur til félagsins árið 2013. Undir hans stjórn varð Chelsea Englandsmeistari á síðustu leiktíð og vann enska deildabikarinn.

„Ég sagði þegar ég sneri aftur að ég hefði sérstaka tilfinningu til félagsins og það hefur ekkert breyst. Þetta er bara eðlilegur hlutur að gera nýjan samning. Þetta er félag sem stendur næst hjarta mínu og ég er ánægður til þess að vita að ég verð hér lengi,“ segir Mourinho en hans menn hefja titilvörnina gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert