Wenger vonsvikinn

Wenger fylgdist brúnaþungur með leiknum.
Wenger fylgdist brúnaþungur með leiknum. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var skiljanlega vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu 2:0 á móti West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeilarinnar í knattspyrnu í dag.

„Leikur okkar var ekki sannfærandi, hvorki í vörn né sókn. Ég vissi það fyrir fram að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Wenger að leik loknum.

Hann benti á að gestirnir væru líklega í betra líkamlegu ástandi eftir að hafa leikið nokkra Evrópuleiki í sumar. „Við vissum það, þeir hafa spilað fleiri alvöru leiki en við. Þetta var slys og við munum koma til baka.“

Hann sagði að ekkert ætti að koma á óvart í úrvalsdeildinni. „Við þurfum að vinna harðar og tala minna. Leikmenn mínir voru ef til vill of stressaðir í dag og við þurfum að laga þetta,“ sagði Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert