FIFA skoðar mál Evu og Mourinho

Eva Carneiro og José Mourinho.
Eva Carneiro og José Mourinho. AFP

Framkoma Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í garð Evu Carneiro, læknis liðsins, verður rædd á fundi læknanefndar FIFA þann 11. september.

Mourinho sagði Carneiro og sjúkraþjálfarann Jon Fearn hafa sýnt af sér barnalega hvatvísi þegar þau fóru inn á völlinn til að hlú að Eden Hazard í fyrsta leik Chelsea á tímabilinu, gegn Swansea. Úr því að þau fóru inn á völlinn varð Hazard að fara af velli í örskamma stund, samkvæmt reglum, og þá var Chelsea tveimur mönnum færra undir lok leiksins. Eftir leikinn var dregið úr hlutverki Carneiro og hún látin hætta að sjá um aðhlynningu leikmanna í leikjum.

Læknanefnda FIFA hyggst nú taka þetta mál til skoðunar.

„Þetta er enn eitt dæmið um þá erfiðu stöðu sem liðslæknar eru í og ég vil ræða það við félaga mína, og sjá hvort við þurfum að gefa út yfirlýsingu til stuðnings liðslæknum. Það sem er mikilvægast er að læknir þurfi ekki að hugsa sig þegar það koma upp aðstæður þar sem hans er hugsanlega þörf,“ sagði Michel D'Hooghe, formaður nefndarinnar, við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert