United sendi pappírana of seint

Louis van Gaal gæti setið uppi með óánægðan spænskan markvörð …
Louis van Gaal gæti setið uppi með óánægðan spænskan markvörð í sínum hópi. AFP

Eins og fram kom á mbl.is í kvöld virðist sem ekkert verði af félagaskiptum David de Gea til Real Madrid, en spænska félagaskiptaglugganum lokaði klukkan 22 að íslenskum tíma í kvöld, sólarhring á undan þeim enska.

Félögin höfðu komist að samkomulagi um 29 milljóna punda kaupverðið og átti markvörðurinn Keylor Navas að fara til United sem hluti af samningnum, en svo virðist sem pappírar hafi ekki borist í tæka tíð.

Spænskir fjölmiðlar greina nú frá því að svo virðist sem forráðamenn United hafi sent samninginn til Navas of seint til Spánar svo hægt væri að ganga frá málunum í tæka tíð. Ekkert virðist því ætla að verða af skiptunum.

Sjá: Komst De Gea ekki burt í tæka tíð?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert