Real Madrid gefur út yfirlýsingu

Mál David de Gea varðandi möguleg félagaskipti hans frá Manchester …
Mál David de Gea varðandi möguleg félagaskipti hans frá Manchester United til Real Madrid eru enn í nokkurri óvissu. AFP

Forráðamenn Manchester United telja sig hafa sent kollegum sínum hjá Real Madrid skjöl varðandi félagaskipti David de Gea með nægilegum fyrirvara. Forráðamenn Real Madrid gáfu síðan út yfirlýsingu um málið í hádeginu.

Lesa mátti út úr fréttaflutningi breskra fjölmiðla að forráðamenn Manchester United telji að kollegar þeirra hjá Real Madrid hafi átt að vera unnt að senda spænska knattspyrnusambandsins skjölin í tæka tíð fyrir lokun félagaskiptagluggans á Spáni.

Forráðamenn Real Madrid gáfu yfirlýsingu um málið í hádeginu.

Lykilsetningin í þeirri yfirlýsingu kemur fram í línu númer 10 í yfirlýsingunni þar sem segir:

„Í stuttu máli má segja að Real Madrid hafi gert allt sem sem þú þarft að gera og alla tíð haga málum sínum þannig að þessi félagaskipti gangi í gegn,“ segir í yfirlýsingu Real Madrid sem send var út í hádeginu í dag. 

Guillem Balague, sérfræðingur skysports.com, staðhæfir að Real Madrir muni ekki skjóta máli varðandi félagaskipti David de Gea til félagsins til FIFA eins og fram kom að þeir hyggðust gera í fyrrgreindri frétt mbl.is í morgun.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert